Vandamál við innskráningu

Algengustu vandamál sem geta komið upp við að tengjast netbanka okkar og lausnir við þeim.

Gleymt notendanafn eða lykilorð
Ef þú ert búin(n) að gleyma notendanafni þínu eða lykilorði þá þarftu að fara í bankann þinn og fá nýtt gegn framvísun skilríkja.
Notandanafn ekki til eða rangt lykilorð
Ef þú færð boð um að notandanafn sé ekki til eða að lykilorðið sé rangt þá skaltu athuga eftirfarandi:
- Athugaðu hvort Caps-lock eða Num-lock hnapparnir séu á.
- Athugaðu hvort þú sért að nota háa og lága stafi á réttum stöðum í notandanafni og lykilorði.
Aðgangur lokaður
Ef ekki tekst að slá inn rétt notandanafn og lykilorð í þremur tilraunum þá læsist Netbankinn af öryggisástæðum og þú þarft að snúa þér til bankans til að fá úthlutað nýju notendanafni og lykilorði.
Innskráningarglugginn birtist aftur og aftur eftir að búið er að skrá inn notandanafn og lykilorð
Ef innskráningarglugginn birtist aftur og aftur, eftir að búið er að skrá inn notandanafn og lykilorð þá þarf að eyða tímabundnum skrám vafrans og kökum. Í Internet Explorer er farið í Tools og valið Internet Options. Í General-flipanum er smellt á Delete...-hnappinn í Browser history-hlutanum. Á myndinni sem opnast er smellt á hnappana Delete files... og Delete cookies.... Í Firefox er ýtt á Ctrl-Shift-Delete samstundis og í Tímabil sem á að hreinsa er valið Allt
Auðkenni ekki samþykkt, vinsamlega reynið aftur með nýju númeri
Ef þú færð upp þessi villuboð þá er lausnin sú að slökkva á auðkennislyklinum með því að halda inni takkanum (einnig má einfaldlega bíða eftir að númerið hverfi af skjánum) og kalla síðan fram nýtt númer.
Auðkennislykli hefur verið lokað
Af öryggisástæðum er takmarkað hve oft má slá inn rangt auðkennisnúmer. Ef þú færð upp villuboðin Auðkennislykli hefur verið lokað þá þarftu að hafa samband við bankann þinn og fá leiðbeiningar um framhaldið. Í flestum tilfellum þarf að fara í bankann og láta opna lykilinn aftur.
There is a problem with this website's security certificate
Þessi villa getur komið upp ef röng dagsetning er í tölvunni. Stilltu klukkuna í tölvunni á réttan tíma og reyndu aftur.
Annað
Það geta komið upp innskráningarvandamál ef farið er inn í Netbankann í gegnum Leit.is eða aðrar flýtileiðir. Einnig mælum við ekki með því að geyma slóðina að Netbankanum í favorites eða bookmarks.

Kalkofnsvegi 1
150 Reykjavík
Sími: 569 9600
569 9600
Þjónustuver | sedlabanki@sedlabanki.is
Server: RBW-PRODVEFH-01